„Vorum vægast sagt í sjokki“

Rafmagnsrofa vantar á flestar hurðir á háskólasvæðinu og því erfitt …
Rafmagnsrofa vantar á flestar hurðir á háskólasvæðinu og því erfitt og jafnvel ómögulegt að komast inn og út um hurðaropin án aðstoðar. Skjáskot/Jafnréttisnefnd SHÍ

„Við fór­um um alla helstu staði í há­skól­an­um og það sem kom í ljós var í raun­inni bara slá­andi,“ seg­ir Vil­borg Ásta Árna­dótt­ir en hún og fleiri í jafn­rétt­is­nefnd SHÍ gerðu í dag eins kon­ar út­tekt á aðgeng­is­mál­um við Há­skóla Íslands og fóru um há­skóla­svæðið í tveim­ur hjóla­stól­um.

„Það hef­ur alltaf brunnið á mér að það þurfi að berj­ast fyr­ir aðgeng­is­mál­um. Þau mæta ein­hvern veg­inn alltaf af­gangi. […] Við ákváðum að ráðast í svo­lítið rót­tæk­ar og sjón­ræn­ar aðgerðir.“

Jafn­rétt­is­nefnd­in fór því um há­skóla­svæðið á tveim­ur hjóla­stól­um og kannaði aðgengi bæði inn­an- og ut­an­dyra.

„Við fór­um um helstu staði há­skól­ans en alls ekki alla. Við vor­um væg­ast sagt í sjokki. Við rák­umst á hverja hindr­un­ina á eft­ir ann­arri og það var bara aug­ljóst að aðgengi er mjög ábóta­vant víða.“

Nefnd­in sýndi út­tekt­ina á Snapchat og deildi svo afrakstr­in­um á Face­book-síðu sinni en í mynd­band­inu má sjá hvernig þær eiga í vand­ræðum með að kom­ast inn og út um dyr og milli bygg­inga.

„Þetta var okk­ar leið til að vekja enn meiri at­hygli á þessu vanda­máli sem rík­ir í skól­an­um,“ seg­ir Vil­borg Ásta en hún bend­ir einnig á að jafn­rétt­is­nefnd­in hafi þegar náð fram ein­hverj­um um­bót­um í aðgeng­is­mál­um.

„Eft­ir að við tók­um við [í jafn­rétt­is­nefnd­inni] þá tók­um við eft­ir því að það vant­ar raf­magns­rofa á all­ar les­stof­ur og tölvu­stof­ur. Við erum búin að þrýsta rosa­lega á þetta og núna eiga að koma raf­magns­rof­ar á helstu les­stof­ur há­skól­ans, þannig að það er góð breyt­ing.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert