Segir EES ekki duga lengur

Jóna Sólveig Elínardóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og þingmaður Viðreisnar.
Jóna Sólveig Elínardóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og þingmaður Viðreisnar. mbl.is/Árni Sæberg

Samn­ing­ur­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) og aðild Íslands að Fríversl­un­ar­sam­tök­um Evr­ópu (EFTA) duga ekki leng­ur til þess að tryggja hags­muni Íslands gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu. Þetta er haft eft­ir Jónu Sól­veigu El­ín­ar­dótt­ur, for­manni ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is og þing­manni Viðreisn­ar, á frétta­vef banda­ríska dag­blaðsins Washingt­on Times.

Stefna rík­is­stjórn­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar í ut­an­rík­is­mál­um kveður meðal ann­ars á um að áfram verði byggt á EES-samn­ingn­um en þar seg­ir: „Rík­is­stjórn­in mun byggja sam­starf við Evr­ópu­sam­bandið á samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið.“

„Við þurf­um að hafa stjórn á gjald­miðlin­um okk­ar sem býr við mikl­ar sveifl­ur,“ er enn frem­ur haft eft­ir Jónu Sól­veigu. Hún seg­ir að inn­ganga í Evr­ópu­sam­bandið þýddi að Ísland fengi há­vær­ari rödd á alþjóðavett­vangi og varðandi fjár­mála­stöðug­leika.

Við nú­ver­andi aðstæður hafi Ísland ekk­ert um lög­gjöf frá Evr­ópu­sam­band­inu að segja sem landið þurfi að taka upp í gegn­um EES-samn­ing­inn. „Eins og staðan er nú heyr­ist rödd okk­ar ekki og við höf­um ekki sæti við borðið þegar end­an­leg­ar ákv­arðanir eru tekn­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert