Styrkur brennisteinsvetnis yfir mörkum

Styrkur brennisteinsvetnis fór í dag yfir sólarhringsheilsuverndarmörkin í Reykjavík.
Styrkur brennisteinsvetnis fór í dag yfir sólarhringsheilsuverndarmörkin í Reykjavík. Kristinn Magnússon

Styrkur brennisteinsvetnis fór í dag yfir sólarhringsheilsuverndarmörkin í Reykjavík sem eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.  Líklegt er að vegna veðuraðstæðna verði styrkur áfram hár í dag og næstu daga og því full ástæða til að fylgjast með loftgæðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

„Brennisteinsvetni, ásamt öðrum loftmengunarþáttum, getur haft áhrif á öndunarfæri þeirra sem viðkvæmastir eru og getur hár styrkur ert augu, nef og háls, valdið hósta, öndunarsjúkdómum og óþægindum í brjósti.,“ segir í tilkynningunni.

Þar kemur fram að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með loftgæðum á vef borgarinnar.

„Í dag er hæg austanátt, frost og litlar líkur á úrkomu. Heilbrigðiseftirlitið bendir einnig á að styrkur niturdíoxíðs hefur verið hár undanfarna daga.  Sú mengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnanna og í eftirmiðdaginn þegar umferð er mest.  Klukkan 11:30 var hálftímagildi brennisteinsvetni við mælistöðina á Grensásvegi 67, 45 míkrógrömm á rúmmetra en sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra,“ segir í tilkynningunni.

Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru að þessu sinni staðsettar annars vegar við Rofabæ og hins vegar á lóð leikskólans Grænuborgar við Eiríksgötu.

Full ástæða er til að fylgjast áfram með loftgæðum í …
Full ástæða er til að fylgjast áfram með loftgæðum í Reykjavík. Mynd úr safni. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert