Leita að aðferð við að mæla snjó

Vísindamennirnir mokuðu rásir og skoðuðu snjóalög við Hellisheiðarvirkjun.
Vísindamennirnir mokuðu rásir og skoðuðu snjóalög við Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/RAX

Hópur erlendra vísindamanna mokaði snjó og mældi við Hellisheiðarvirkjun í gær. Þar voru þeir að gera samanburð á mismunandi aðferðum og verkfærum sem notuð eru við snjómælingar. Þetta var liður í alþjóðlegri ráðstefnu um snjómælingar sem lýkur í dag.

Alþjóðleg vinnustofa um bráðnun íss og snjós var haldin í Háskólanum í Reykjavík (HR) í fyrradag. Tækni- og verkfræðideild HR stóð fyrir vinnustofunni. Fyrirlesarar voru frá Veðurstofu Íslands, Landsvirkjun, Háskóla Íslands (HÍ), Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) og HR. Þar var m.a. fjallað um gögn um bráðnun íss fyrir rauntímakort og vatnafræðileg líkön.

Vinnustofan var hluti af COST-verkefninu (Cooperation in Science and Technology – harmosnow.eu), sem er evrópskt samstarf um samræmdar snjómælingar í þágu rannsókna á sviði loftslagsbreytinga, vatnafræði og veðurspáa. Háskólinn í Reykjavík og Landbúnaðarháskóli Íslands eru helstu samstarfsaðilar COST-verkefnisins hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert