Velji aðra hvora tíðnina

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.

Úrsk­urðar­nefnd fjar­skipta- og póst­mála hef­ur með úr­sk­urði staðfest ákvörðun Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar um að synja beiðni Útvarps Sögu um aukatíðni til notk­un­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Ber út­varps­stöðinni að hætta notk­un á tíðninni 102,1 MHz. Póst- og fjar­skipta­stofn­un hóf fyr­ir helgi að leggja dag­sekt­ir á út­varps­stöðina vegna máls­ins.

Frétt mbl.is: Dag­sekt­ir lagðar á Útvarp Sögu

Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu að FM-tíðnir séu tak­mörkuð auðlind og því hafi það verið föst regla und­an­far­in 18 ár að hver dag­skrá fái aðeins leyfi fyr­ir notk­un á einn tíðni á sama svæði. Útvarp Saga hafi fengið skamm­tíma­heim­ild til þess að nota tíðnina 102,1 MHz til þess að gera próf­an­ir á út­send­ing­um með henni. Heim­ild­in hafi fallið úr gildi 31. júlí 2015 en gild­is­tími henn­ar verið fram­lengd­ur nokkr­um sinn­um síðan.

Útvarpi Sögu hafi um leið og tíma­bundna heim­ild­in var gef­in út verið gerð grein fyr­ir því að ef vilji væri fyr­ir því að fá lang­tíma­heim­ild fyr­ir notk­un á tíðninni 102,1 MHz þyrfti fé­lagið að skila inn tíðninni 99,4 MHz sem það hef­ur notað frá upp­hafi. Útvarpi Sögu hafi staðið til boða að halda þeirri tíðni sem henti bet­ur og skila hinni inn. Það boð standi enn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert