Hlutu Blaðamannaverðlaun BÍ 2016

Blaðamannaverðlaun BÍ fyrir árið 2016 voru afhent í dag.
Blaðamannaverðlaun BÍ fyrir árið 2016 voru afhent í dag. mbl.is/Hjörtur

Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son hjá Reykja­vík Media hlaut í dag blaðamannaverðlaunin 2016 fyrir ít­ar­leg­ar rann­sókn­ir á þeim hluta Pana­maskjal­anna sem vörðuðu ís­lenska hags­muni og  um­fjöll­un, í sam­starfi við aðra miðla, um mik­il viðskipti í skatta­skjól­um. 

Blaðamannaverðlaun BÍ voru veitt við hátíðlega athöfn í Tjarnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag og voru verðlaun veitt í fjórum flokkum. Á sama tíma voru veitt verðlaun fyrir myndir ársins ásamt því að árleg sýning Blaðaljósmyndarafélagsins á bestu myndum ársins 2016 var opnuð.

Verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins hlaut Tryggvi Aðal­björns­son hjá RÚV fyr­ir um­fjöll­un um brot Brúneggja ehf. gegn dýra­vernd og svik við neyt­end­ur og mátt­leysi eft­ir­lits­stofn­ana til að tak­ast á við brot­in. 

Blaðamannaverðlaunin fyrir umfjöllun ársins hlaut Sigrún Ósk Kristjáns­dótt­ir á Stöð 2 fyr­ir þáttaröðina Leit­in að upp­run­an­um sem seg­ir sögu þriggja ætt­leiddra kvenna og fjall­ar um ár­ang­urs­ríka eft­ir­grennsl­an landa á milli um ræt­ur þeirra.

Þá hlaut Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir, blaðamaður á Stund­inni, verðlaun fyr­ir viðtal ársins fyrir viðtal sitt við Berg­lindi Ósk Guðmunds­dótt­ur sem seg­ir sögu syst­ur sinn­ar, Krist­ín­ar Gerðar, sem svipti sig lífi eft­ir ára­langa bar­áttu við eit­ur­lyfjafíkn og af­leiðing­ar mis­notk­un­ar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert