Kemur við útflutninginn

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af styrkingu krónunnar. „Raungengi hennar er að nálgast það sem var á árinu 2007. Aðstæður nú eru að vísu mjög ólíkar því við erum með viðskiptaafgang við útlönd en það þrengir að útflutningsgreinunum okkar.“

Þetta segir Bjarni í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í dag og bætir við að meginorsökin fyrir styrkingu krónunnar undanfarin misseri er hin mikla fjölgun ferðamanna sem streyma til landsins. „Þetta er breyting sem kemur með mjög alvarlegum hætti við bæði ferðaþjónustuna og ekki síður aðrar útflutningsgreinar.“

Bjarni bendir á að gjaldtaka á ferðaþjónustuna hafi lengi verið í umræðunni og því máli þurfi að ljúka. „Það hefur verið rætt um gjaldtöku af ferðamönnum með ýmsum hætti, til þess að fjármagna uppbyggingu innviða, en í ljósi þróunarinnar má ekki síður líta á slíkt sem efnahagsaðgerð,“ segir Bjarni í samtalinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert