Kemur við útflutninginn

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra seg­ir ástæðu til þess að hafa áhyggj­ur af styrk­ingu krón­unn­ar. „Raun­gengi henn­ar er að nálg­ast það sem var á ár­inu 2007. Aðstæður nú eru að vísu mjög ólík­ar því við erum með viðskipta­af­gang við út­lönd en það þreng­ir að út­flutn­ings­grein­un­um okk­ar.“

Þetta seg­ir Bjarni í ít­ar­legu viðtali í Morg­un­blaðinu í dag og bæt­ir við að meg­in­or­sök­in fyr­ir styrk­ingu krón­unn­ar und­an­far­in miss­eri er hin mikla fjölg­un ferðamanna sem streyma til lands­ins. „Þetta er breyt­ing sem kem­ur með mjög al­var­leg­um hætti við bæði ferðaþjón­ust­una og ekki síður aðrar út­flutn­ings­grein­ar.“

Bjarni bend­ir á að gjald­taka á ferðaþjón­ust­una hafi lengi verið í umræðunni og því máli þurfi að ljúka. „Það hef­ur verið rætt um gjald­töku af ferðamönn­um með ýms­um hætti, til þess að fjár­magna upp­bygg­ingu innviða, en í ljósi þró­un­ar­inn­ar má ekki síður líta á slíkt sem efna­hagsaðgerð,“ seg­ir Bjarni í sam­tal­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert