„Kominn hefðbundinn vetur“

Það er ekki útlit fyrir að snjórinn yfirgefi höfuðborgarsvæðið alveg …
Það er ekki útlit fyrir að snjórinn yfirgefi höfuðborgarsvæðið alveg á næstunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það virðist vera kominn svona nokkuð hefðbundinn vetur,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Alla vega í bili.“

„Það er búin að vera einmuna blíða á öllu landinu undanfarna viku og það er breyting á því. Það er meira um að það komi inn úrkomubakkar og verði svona aðeins meiri vindur en það eru engin stórviðri í kortunum og engin asahláka eða neitt slíkt.“

„Það er útlit fyrir úrkomu með suður- og austurströndinni í dag, slydda eða rigning allra syðst […] og slydda eða éljagangur á Austfjörðum, líklega alveg él í dag og svo hlýnar lítið eitt á morgun.“

Veðurvefur mbl.is

Þá er einnig éljaloft á norðvestan- og norðanverðu landinu og því líkur á slyddu við sjávarsíðuna og snjókomu inn til landsins.

„Ef rætist úr því sem er í kortunum fer nú líklega að snjóa norðan til seinni hluta vikunnar.“

Ólíklegt að snjórinn fari

Áfram verður kalt á höfuðborgarsvæðinu og því litlar líkur á að snjórinn fari.

„Það er ekki útlit fyrir [að snjórinn fari] alveg á næstunni. Í grunninn er frekar kalt í næstu viku en það hlýnar eitthvað yfir frostmark svo hann gæti farið að bráðna þó að hann rigni ekki í burtu. Svo er útlit fyrir að það kólni aftur fyrir næstu helgi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert