Skera þarf niður um 10 milljarða af framkvæmdum í samgöngumálum sem áætlaðar voru í ár vegna þess að fjárlög ársins fylgdu ekki samgönguáætlun.
Auk vegar um Teigsskóg er nýrri brú á Hornafjarðarfljót frestað, Dynjandisheiði og lagfæringum á hringvegi í Berufirði, svo örfá dæmi séu tekin.
„Það eru víða vonbrigði að ekki skuli vera hægt að ganga lengra á þessu ári. Við gerum okkur vonir um að í fjármálaáætlun fyrir næstu ár verði gert ráð fyrir meiri fjármunum til samgöngumála. Þá getum við farið að teikna upp það sem hægt er að fara í og hugsanlega bjóða út seinni hluta þessa árs,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.