Vel hægt að færa áfengisverslun til einkaaðila

Það eru innan við tveir mánuðir síðan Bjarni Benediktsson, formaður …
Það eru innan við tveir mánuðir síðan Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, myndaði ríkisstjórn í samstarfi við Viðreisn og Bjarta framtíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra seg­ist þeirr­ar skoðunar að vel sé hægt að færa versl­un með áfengi í hend­ur einkaaðila. Vissu­lega séu mörg mál sem skipti þjóðina miklu meira máli en áfeng­is­frum­varpið sem nú hef­ur verið lagt fram á Alþingi en það komi ekki í veg fyr­ir að hægt sé að ræða málið.

Bjarni er í ít­ar­legu viðtali í Morg­un­blaðinu í dag. 

Hér að neðan fer kafli úr viðtal­inu þar sem hann er spurður um áfeng­is­frum­varpið.

Hvernig er það með ykk­ur sjálf­stæðis­menn, Bjarni, eruð þið með áfengi á heil­an­um? Er ekk­ert við stjórn þessa litla og fá­menna lands okk­ar sem skipt­ir meira máli en það hvort það er ríkið eða einkaaðili, kaupmaður­inn, sem sel­ur land­an­um brenni­vín, bjór og létt vín?

„Jú, það er margt sem skipt­ir miklu meira máli en það en það kem­ur ekki í veg fyr­ir að það sé hægt að ræða þetta mál. Það er nú flutt af þing­mönn­um úr nokkr­um flokk­um, það var rætt nokkuð í þing­inu og er nú komið til nefnd­ar. Mér finnst sjálfsagt að það fái umræðu og meðferð í þing­inu. Það er eðli­legt að það séu átök um þetta mál, en þetta er ekki smá­mál, eins og þú gef­ur til kynna. Málið snýst um það hvort mik­il­vægt sé að ríkið sjái um þessa teg­und smá­sölu­versl­un­ar eða hvort við get­um með lagaum­gjörð treyst einkaaðilum til þess að gera það.

Ég er þeirr­ar skoðunar að við get­um vel fært þessa versl­un í hend­ur einkaaðila og um leið búið þannig með lög­um og regl­um að starf­sem­inni að gætt sé að þeim sjón­ar­miðum sem aug­ljós­lega þarf að gæta að þegar áfengi er ann­ars veg­ar.“

– Ertu undr­andi á því að þjóðin sé hneyksluð á því að ein­mitt þetta mál sé enn eina ferðina, ég veit ekki í hvað skipti, for­gangs­mál Sjálf­stæðis­flokks­ins? Mál sem af­ger­andi meiri­hluti þjóðar­inn­ar er al­farið á móti?

„Þetta mál er flutt af þing­mönn­um nokk­urra flokka og það er ekki hægt að halda því fram að þetta sé for­gangs­mál okk­ar enda hefði ég þá tekið það upp á mína arma og flutt sem stjórn­ar­frum­varp.

En það kem­ur ekki á óvart að málið sé um­deilt. Mér finnst mik­ils mis­skiln­ings gæta í umræðum um efn­is­atriði máls­ins. Mér finnst það til dæm­is ekki hafa kom­ist vel til skila að með frum­varp­inu er verið að færa það í vald sveit­ar­stjórna að ákveða hvort áfeng­is­versl­an­ir verði inn­an marka viðkom­andi sveit­ar­fé­lags, hversu marg­ar þær verði og með hvaða hætti sú starf­semi verði rek­in.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert