Bílvelta á Grindavíkurvegi

mbl.is/Hjörtur

Einn var fluttur á slysadeild á sjötta tímanum í morgun eftir að bifreið hans fór út af Grindavíkurvegi og valt. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsl ökumannsins.

Loka þurfti veginum um stund á meðan lögregla og sjúkraflutningamenn athöfnuðu sig á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert