Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, tók sæti á Alþingi í dag en hann tók sér leyfi frá þingstörfum rétt fyrir jól vegna veikinda en hann hefur glímt við þunglyndi.
Viktor Orri Valgarðsson hafði frá því þing kom saman eftir áramót setið þar í fjarveru Gunnars Hrafns.
Gunnar hefur rætt baráttu sína við þunglyndi og möguleg úrræði í geðheilbrigðismálum á Íslandi. Gerði hann það til að mynda í Sprengisandi í gær.
Sjálfsvíg er algengasta dánarorsök ungra karla á Íslandi en sjálfur hefur Gunnar Hrafn misst þrjá góða vini sem féllu fyrir eigin hendi og sjálfur hefur hann íhugað að taka eigið líf.