Alvarleg slys á vegum á Reykjanesi

Slys á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi.
Slys á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vegagerðin ætlar að kynna fyrstu niðurstöður greiningar sem gerð var á Grindavíkurvegi fyrir fulltrúum Grindvíkinga á fundi með Hreini Haraldssyni vegamálastjóra á fimmtudag. Tvö banaslys hafa orðið á Grindavíkurvegi það sem af er ári. Grindvíkingar knýja á um endurbætur á veginum.

Hreinn segir í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag, að slysin á Grindavíkurvegi væru hörmuleg. Hann benti á að einnig hefðu nýlega orðið tvö alvarleg slys, þar af annað banaslys, á nær sama stað við Brunnhóla, á Reykjanesbraut. Það þurfi einnig að skoða.

Hreinn segir að Vegagerðin sé að ganga frá samningum um gerð mislægra gatnamóta á mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar. Fjárveiting til þeirrar framkvæmdar er til reiðu á þessu ári. „Við litum á það sem fyrsta áfangann í að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert