Ekki sammála því sem eftir var haft

Jóna Sólveig Elínardóttir.
Jóna Sólveig Elínardóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ekki sammála fullyrðingu sem höfð var eftir Jónu Sólveigu Elínardóttur, formanni utanríkismálanefndar Alþingis, í frétt Washington Times á dögunum.

Hafði hann þann fyrirvara á að þetta ætti við ef rétt væri eftir haft í fréttinni. Kom þetta fram á Alþingi í gær þegar ráðherra svaraði fyrirspurn Lilju Alfreðsdóttur, Framsóknarflokki.

Í frétt blaðsins er haft eftir Jónu Sólveigu að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og aðild Íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) dugi ekki lengur til að tryggja hagsmuni Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Lilja spurði utanríkisráðherra beint um það hvort hann væri sammála þessu. Guðlaugur Þór tók fram í svari sínu að greinin væri greinilega ekki nákvæm eða vel unnin þegar fjallað væri um efnahagsmál á Íslandi. Gat hann þess að send hefði verið athugasemd vegna þess sem þar væri farið rangt með.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert