Hafa málfrelsi í Evrópumálum

Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. mbl.is/Árni Sæberg

„Það sem skipt­ir hins veg­ar mestu máli í þessu er að ég og hæst­virt­ur ut­an­rík­is­ráðherra erum al­ger­lega sam­mála og sam­stiga í því að tryggja hags­muni Íslands og gæta þeirra á alþjóðavett­vangi. Það er eitt­hvað sem við erum al­ger­lega sam­mála um og við erum í mjög góðum sam­skipt­um,“ sagði Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir, þingmaður Viðreisn­ar og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, í umræðum um störf þings­ins á Alþingi í dag.

Frétt mbl.is: Ekki sam­mála því sem eft­ir var haft

Brást hún þar við fyr­ir­spurn frá Rósu Björk Brynj­ólfs­dótt­ur, þing­manni Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, sem rifjaði upp viðtal við Jónu Sól­veigu á frétta­vef banda­ríska dag­blaðsins Washingt­on Times á dög­un­um þar sem hún lýsti þeirri skoðun sinni að aðild Íslands að Fríversl­un­ar­sam­tök­um Evr­ópu (EFTA) og samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) dygði ekki leng­ur til þess að tryggja hags­muni Íslands gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu. Enn­frem­ur að ís­land þyrfti að ganga í Evr­ópu­sam­bandið til þess að tryggja þá hags­muni.

Lilja Al­freðsdótt­ir, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hafði áður vakið máls á um­mæl­um Jónu Sól­veig­ar á Alþingi í gær þar sem hún spurði Guðlaug Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra hvort hann væri sam­mála um­mæl­un­um og hvort hann teldi þau sam­rýmd­ust stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar þar sem lögð væri áhersla á EES-samn­ing­inn þegar kæmi að sam­starfi við Evr­ópu­sam­bandið. Guðlaug­ur Þór sagðist ekki sam­mála um­mæl­un­um væru þau rétt eft­ir höfð.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þingmaður VG. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Mis­vís­andi skila­boð til sam­starfsþjóðanna í EFTA

Minnti Lilja einnig á í því sam­bandi að Jóna Sól­veig væri formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar og slík um­mæli henn­ar í er­lend­um miðlum gætu sent röng skila­boð um stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Evr­ópu­mál­um. Spurði hún ut­an­rík­is­ráðherra hvort ekki væri rétt að leiðrétta slík mis­vís­andi skila­boð gagn­vart sam­starfsþjóðum Íslands í EFTA. Benti hún einnig á að Jóna Sól­veig hefði svo hún vissi til ekki haldið því fram að rangt hefði verið eft­ir sér haft í viðtal­inu.

Frétt mbl.is: Seg­ir EES ekki duga leng­ur

Guðlaug­ur Þór sagði að ut­an­rík­is­ráðuneytið hefði sent leiðrétt­ingu til Washingt­on Times þar sem margt hefði verið rangt farið með í viðtal­inu og meðal ann­ars hefði fyr­ir­sögn þess ekki verið í sam­ræmi við það sem haft hefði verið eft­ir Jónu Sól­veigu. Í svari sínu til Rósu Bjark­ar á Alþingi í dag gerði Jóna Sól­veig enga til­raun til þess að leiðrétta það sem eft­ir henni var haft í viðtal­inu en lagði þess í stað áherslu á að tján­ing­ar­frelsi væri í gildi hér á landi.

Rósa Björk spurði Jónu Sól­veigu hvort hún hefði trú á ut­an­rík­is­stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar ef hún hefði hvorki trú á EES-samn­ingn­um né aðild Íslands að EFTA í ljósi þess sem þar kæmi fram. Spurði hún hvort sam­hljóm­ur væri með rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um um þá af­stöðu til EES-samn­ings­ins sem hún hefði lýst í viðtal­inu við Washingt­on Times. Jóna Sól­veig svaraði þessu ekki beint en sagði stjórn­arsátt­mál­ann skýr­an. Þar kæmi meðal ann­ars fram að stjórn­ar­flokk­arn­ir þrír hefðu mál­frelsi og virtu ólíka af­stöðu hvors ann­ars til máls­ins.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins.
Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert