Færri konur í áhrifastöðum

Kristín Ástgeirsdóttir er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.
Kristín Ástgeirsdóttir er framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. mbl.is/Golli

Karlar hafa hærri laun en konur, þeir eru fjölmennari í áhrifastöðum og sem viðmælendur í fréttum og fréttatengdum þáttum. 

Þetta kemur fram í bæklingnum Konur og karlar á Íslandi 2017 sem kom út í dag, á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Þar má finna ýmsar upplýsingar um stöðu karla og kvenna í íslensku samfélagi. Jafnréttisstofa gefur bæklinginn út í samstarfi við Hagstofu Íslands og velferðarráðuneytið.

Í bæklingnum kemur einnig fram að konur lifa hins vegar lengur en karlar, þær eru fjölmennari í háskólanámi og taka frekar fæðingarorlof.

Hægt er að skoða bæklinginn hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert