Ísafjörður mótmælir stefnu stjórnvalda

Slegnar eru út af borðinu 400 milljónir króna sem fara …
Slegnar eru út af borðinu 400 milljónir króna sem fara áttu í vegbætur í Dynjandisheiði.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar mótmælir þeirri stefnu stjórnvalda að fjármagna ekki samgöngukerfi landsins með þeim hætti sem nauðsynlegt er og líta þar með framhjá þeirri miklu þörf sem er í uppbyggingu innviða.

Þetta segir í ályktun bæjarráðsins, sem fjallað er um á vef Bæjarins besta.

Í síðustu viku varð ljóst hvaða verkefni, sem voru í áður samþykktri samgönguáætlun, fara undir niðurskurðarhnífinn svonefnda. Meðal annars verður engu fé varið í vegagerð í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði.

„Bætt samgöngukerfi er ein af forsendum þeirrar uppbyggingar sem þarf að eiga sér stað á Íslandi vegna vaxtar atvinnulífsins á sviði ferðamála og fiskeldis,“ segir í ályktun ráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert