Neita að veita skólum niðurstöður PISA

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í pontu í gær.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í pontu í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi sjálf­stæðismanna, flutti í gær á fundi borg­ar­stjórn­ar til­lögu flokks­ins um aukið gagn­sæi vegna niðurstaðna PISA-könn­un­ar.

Í til­lög­unni kom meðal ann­ars fram að Mennta­mála­stofn­un Reykja­vík­ur­borg­ar fengi sund­ur­greind­ar upp­lýs­ing­ar um ár­ang­ur hvers skóla í borg­inni í PISA-könn­un­inni 2015. Um­rædd­ar upp­lýs­ing­ar um ár­ang­ur hvers skóla yrðu send­ar til viðkom­andi skóla­stjórn­enda, sem myndu kynna þær fyr­ir skólaráðum sín­um og stjórn for­eldra­fé­lags í því skyni að hvetja til upp­lýstra umræðna um kennslu­hætti og náms­ár­ang­ur. Til­lag­an var felld með 9 at­kvæðum meiri­hlut­ans gegn 6 at­kvæðum Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar.

„Það lýs­ir skamm­sýni og metnaðarleysi hjá borg­ar­full­trú­um Sam­fylk­ing­ar, Bjartr­ar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna að hafna því að Reykja­vík­ur­borg óski eft­ir sund­ur­greind­um upp­lýs­ing­um um ár­ang­ur hvers skóla í borg­inni í PISA-könn­un 2015 í ein­stök­um grein­um og af­hendi þær viðkom­andi skóla­stjórn­end­um, vilji þeir nota þær í því skyni að bæta skóla­starfið,“ seg­ir m.a. í bók­un borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert