PISA hentar ekki til að meta stöðu einstakra skóla

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar felldi í gær til­lögu Sjálf­stæðismanna um að niður­stöður PISA- könn­un­ar frá 2015 yrðu sund­ur­greind­ar með ár­angri sér­hvers skóla í borg­inni í ein­stök­um grein­um; þ.e. lesskiln­ingi, nátt­úru­vís­ind­um og stærðfræði í því skyni að hvetja til upp­lýstr­ar umræðu um kennslu­hætti og náms­ár­ang­ur.

Í bók­un meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Bjartr­ar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata sagði:

„Til­laga full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins ber vott um sér­kenni­lega of­ur­trú á gildi PISA-niðurstaðna þótt fyr­ir liggi mat Mennta­mála­stofn­un­ar á því að niður­stöður fyr­ir ein­staka skóla í Reykja­vík séu í senn óná­kvæm­ar og ómark­tæk­ar og stofn­un­in muni því ekki gera þær niður­stöður op­in­ber­ar. PISA-rann­sókn­in veit­ir upp­lýs­ing­ar um stöðu mennta­kerfa í heild sinni en hent­ar ekki sem mæli­kv­arði á stöðu ein­stakra nem­enda eða skóla. Það er á þeim for­send­um sem hvorki er skyn­sam­legt né gagn­legt að byggja á þeim til að stuðla að upp­lýstri umræðu um skóla­mál í borg­inni.

Þetta seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Í bók­un Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina sagði:

„Það lýs­ir skamm­sýni og metnaðarleysi hjá borg­ar­full­trú­um Sam­fylk­ing­ar, Bjartr­ar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna að hafna því að Reykja­vík­ur­borg óski eft­ir sund­ur­greind­um upp­lýs­ing­um um ár­ang­ur hvers skóla í borg­inni í PISA-könn­un 2015 í ein­stök­um grein­um og af­hendi þær viðkom­andi skóla­stjórn­end­um, vilji þeir nota þær í því skyni að bæta skóla­starfið. Flest önn­ur sveit­ar­fé­lög lands­ins munu fá slík­ar niður­stöður og nýta þær vafa­laust til um­bóta í skóla­starfi sínu. Mörg er­lend skóla­kerfi nota niður­stöður PISA-prófa til að gefa grunn­skól­um end­ur­gjöf á starf þeirra. Íslenska mennta­kerfið er í kjör­stöðu að því leyti að hér þreyta all­ir 10. bekk­ing­ar PISA-prófið og því ættu niður­stöður þess að nýt­ast bet­ur en í öðrum OECD-ríkj­um þar sem ein­ung­is er um úr­tak að ræða. Árið 2012 tók Náms­mats­stofn­un (for­veri Mennta­mála­stofn­un­ar) sam­an grein­argóðar upp­lýs­ing­ar um frammistöðu hvers skóla. Marg­ir skóla­stjórn­end­ur fögnuðu því að fá slíka end­ur­gjöf á starf­semi sína, nýttu niður­stöðurn­ar til um­bóta í skóla­starfi og efldu þannig hag nem­enda sinna sem hlýt­ur að vera loka­tak­markið.“

Ekki ein­stak­lings- eða skóla­próf

Í um­sögn Mennta­mála­stofn­un­ar frá 30. janú­ar 2017 vegna fyr­ir­spurn­ar Sjálf­stæðismanna sagði m.a.: „Stofn­un­in legg­ur áherslu á að PISA-rann­sókn­in er ekki ein­stak­lings- eða skóla­próf, held­ur er henni ætlað að meta mennta­kerfi Íslands sem heild í sam­an­b­urði við önn­ur lönd. Enn frem­ur að kanna stöðu ólíkra hópa inn­an­lands í sam­an­b­urði við önn­ur lönd sem og í sam­hengi við nú­ver­andi stöðu jafnt sem þróun fyrri ára. Upp­bygg­ing prófs­ins er með þeim hætti að hver nem­andi svar­ar aðeins litl­um hluta þeirra spurn­inga sem liggja að baki til dæm­is heild­armati á læsi og lesskiln­ingi og því eru áætluð meðal­töl fá­mennra hópa, eins og stakra skóla, afar óná­kvæm og vart mark­tæk.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert