Vernda auðlind til framtíðar

Árný vill að fólk nýti sér Heiðmerkursvæðið til útivistar. Bílaumferð …
Árný vill að fólk nýti sér Heiðmerkursvæðið til útivistar. Bílaumferð verði stýrt með t.d. bílastæðum með mengunarvarnarbúnaði. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Á Heiðmerkursvæðinu á ekki að vera nein starfsemi eða umferð önnur en sú sem samrýmist vatnsvernd,“ segir Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Með því svarar hún Helga Gíslasyni, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur, sem í Morgunblaðinu í gær sagði ástæðulaust með tilliti til vatnsverndar að takmarka umferð um Heiðmörk.

I kjölfar þess að jeppi valt á skógræktarsvæðinu á dögunum kom heilbrigðiseftirlitið með þau tilmæli til ökumanna að vera þar ekki að óþörfu, nú þegar væri þæfingsfærð. Frá 2010 hafa starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur bent á að aðgangsstýra þurfi umferð um vatnsverndarsvæðið í Heiðmörk. Einnig að því megi loka þegar aðstæður krefjist slíks.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert