Erlendir bílstjórar og rútubílar á undirverði

Erlend fyrirtæki hafa verið að hasla sér völl hér á …
Erlend fyrirtæki hafa verið að hasla sér völl hér á landi. Myndin er úr safni. Ljósmynd/Þingvellir

„Hingað eru að koma erlend fyrirtæki sem bjóða bæði bílstjóra og rútubíla á verði sem er langt undir því viðmiði sem innlend fyrirtæki ráða við,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF), í samtali við Morgunblaðið.

Vísar hann í máli sínu til þess að erlendir bílstjórar, einkum frá Austur-Evrópu, séu nú í auknum mæli að koma hingað til lands með rútubíla á erlendum bílnúmerum og taka að sér verkefni í ferðaþjónustu. Eru meðal annars dæmi þess að hægt sé að leigja bíl og bílstjóra fyrir um 450 til 500 evrur á dag, en innlend fyrirtæki geta á engan hátt keppt við slíkt verð, að sögn Gunnars Vals.

Bæta þarf eftirlit

Aðspurður um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir hann félagsmenn SAF hafa miklar áhyggjur af þróuninni. „Þessi fyrirtæki, sem hafa verið að koma inn á markaðinn að undanförnu, komast hjá því að greiða skatta og skyldur hér á landi en íslensku fyrirtækin þurfa að standa við allt sitt,“ segir Gunnar Valur og bætir við að mikill skortur sé á eftirliti.

„Við teljum mjög brýnt að efla allt eftirlit með þessu svo að hægt sé að sporna gegn þróuninni. Þessi fyrirtæki voru hér talsvert í fyrrasumar og í vetur hafa þau einnig verið með bíla í norðurljósaferðum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert