Bandaríkjamaður á sjötugsaldri lést þar sem hann var að snorka í Silfru á Þingvöllum síðdegis í dag. Hann var fluttur með þyrlu frá Landhelgisgæslunni á Landspítalann þar sem læknar úrskurðuðu hann látinn.
Það var laust fyrir kl. 16 sem útkall barst Neyðarlínunni en þá hafði manninum hafði verið bjargað á land. Lögregla og sjúkralið fóru þá á vettvang og þyrla, eins og jafnan er gert í tilvikum sem þessum.
Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var maðurinn í skipulagðri ferð hér á landi með fjölskyldu sinni.
Rúmur mánuður er liðinn síðan mjög sambærilegt slys varð í Silfru, þar sem bandarískur karlmaður á sjötugsaldri lést.
Uppfært kl. 22.31:
Ákveðið hefur verið að loka Silfru um óákveðinn tíma.