Hafa safnað hátt í 700 þúsundum

Lokaspretturinn! Menntskælingarnar á leið með bílinn upp Eyrarlandsveg, frá Akureyrarkirkju …
Lokaspretturinn! Menntskælingarnar á leið með bílinn upp Eyrarlandsveg, frá Akureyrarkirkju upp að Gamla skóla. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Nemendur Menntaskólans á Akureyri sem snemma í morgun ýttu bíl af stað frá bílastæðinu við heimavist framhaldsskóla bæjarins, MA og VMA, eru komnir á leiðarenda, eftir að hafa farið Eyjafjarðarhringinn, sem svo er kallaður, 30 km leið - fram fjörðinn að vestan, að Hrafnagili, yfir brúna á Eyjafjarðará og til baka austan megin fjarðar.

Safnast hafa hátt í 700 þúsund krónur til styrktar Geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri og söfnunin heldur áfram. Takist krökkunum að safna einni milljón króna verður merki skólans húðflúrað á einn nemandann.

Fjöldi nemenda og kennara tók á móti ferðalöngunum þegar þeir komu að Gamla skóla, eftir að hafa ýtt bílnum síðasta spölinn; upp þekktustu brekku bæjarins, Gilið, eins og neðsti hluti Kaupvangsstrætis er oftast kallaður, framhjá Akureyrarkirkju, upp Eyrarlandsveg og að gamla skólahúsinu.

Hópurinn kominn með bílinn á leiðarenda, að gamla skólahúsi Menntaskólans …
Hópurinn kominn með bílinn á leiðarenda, að gamla skólahúsi Menntaskólans á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Bílnum ýtt upp Gilið, neðsta hluta Kaupvangsstrætis
Bílnum ýtt upp Gilið, neðsta hluta Kaupvangsstrætis mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert