Fái kosningarétt strax við búsetu

Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar.
Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert

Fjór­ir þing­menn Viðreisn­ar hafa lagt fram frum­varp til breyt­inga á lög­um sem miða að því að er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar sem bú­sett­ir eru hér á landi fái kosn­inga­rétt til sveit­ar­stjórna­kosn­inga fyrr en kveðið er á um í nú­ver­andi lög­um.

Sam­kvæmt nú­ver­andi lög­um fá rík­is­borg­ar­ar Norður­land­anna kosn­inga­rétt til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga eft­ir þriggja ára sam­fellda bú­setu hér á landi. Borg­ar­ar EES-ríkja og ríkja utan EES fá slík­an kosn­inga­rétt eft­ir fimm ára bú­setu.

Í frum­varp­inu er lagt til að færa lög­in hér á landi til sama horfs og í Dan­mörku og Svíþjóð, en Norður­lönd veittu rík­is­borg­ur­um hvert ann­ars kosn­inga­rétt til sveit­ar­stjórna fyr­ir nokkru, gjarn­an með ákveðnum bú­setu­skil­yrðum, en hafa öll fallið frá slík­um skil­yrðum, að Íslandi und­an­skildu. Hér er því strangasta lög­gjöf­in að þessu leyti.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu kem­ur einnig fram að á und­an­förn­um árum hafi þró­un­in verið í þá átt að ríki Evr­ópu hafi í aukn­um mæli veitt er­lend­um rík­is­borg­ur­um kosn­inga­rétt í kosn­ing­um á lægri stjórn­sýslu­stig­um.

Pawel Bartoszek er flutn­ings­maður frum­varps­ins, en auk hans flytja það þau Hanna Katrín Friðriks­son, Jón Stein­dór Valdi­mars­son og Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir. „Að mati flutn­ings­manna er rétt að færa kosn­inga­rétt út­lend­inga til svipaðs horfs og ann­ars staðar á Norður­lönd­um. Er í því skyni lagt til að rík­is­borg­ar­ar EFTA- og ESB-ríkja hljóti kosn­inga­rétt þegar við lög­heim­il­is­flutn­ing en að rík­is­borg­ar­ar ríkja utan EFTA og ESB hljóti kosn­inga­rétt eft­ir að hafa verið bú­sett­ir á Íslandi í þrjú ár,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Bent er á að er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar séu í dag 8% allra íbúa lands­ins og að flutn­ings­mönn­um þyki rétt að gefa þess­um hópi aukið vægi og auk­in völd þegar komi að ákvörðunum sem tengj­ast nærum­hverfi hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka