Lokað á köfun í Silfru

Ferðamenn við köfun í Silfru á Þingvöllum. Lokað hefur verið …
Ferðamenn við köfun í Silfru á Þingvöllum. Lokað hefur verið tímabundið á köfun og yfirborðsköfun í gjánni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lokað hef­ur verið á köf­un í Silfru tíma­bundið í kjöl­far þess að banda­rísk­ur karl­maður á sjö­tugs­aldri lést í gær eft­ir að hafa verið að snorkla í Silfru. Í frétta­til­kynn­ingu sem stjórn­end­ur Þjóðgarðsins á Þing­völl­um sendu frá sér á tólfta tím­an­um í gær­kvöldi seg­ir að ákveðið hafi verið að grípa til lok­un­ar­inn­ar vegna al­var­legra slysa sem orðið hafa við köf­un og yf­ir­borðsköf­un í gjánni.

Bannað verður að kafa í Silfru frá kl. 9.00 í dag og til kl. 8.00 mánu­dag, en ákvörðun um lok­un­ina var tek­in að höfðu sam­ráði við Sam­göngu­stofu og lög­reglu­yf­ir­völd.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að inn­an þess tíma sem lok­un­in gildi verði farið yfir verklag rekstr­araðila og þær regl­ur sem gilda um þá sem stunda köf­un og yf­ir­borðsköf­un í gjánni.

Mbl.is greindi fyrst frá yf­ir­vof­andi lok­un Silfru, en frétta­stofa RÚV hef­ur eft­ir Ólafi Erni Har­alds­syni þjóðgarðsverði að ákvörðun verði tek­in um það á mánu­dag, eft­ir vinnu helgar­inn­ar, hvort loka þurfi leng­ur fyr­ir köf­un. Sagði hann þetta hafa verið óhjá­kvæmi­lega ákvörðun, ekki ein­ung­is vegna bana­slyss­ins í dag, held­ur einnig vegna tíðra al­var­legra slysa þar á síðustu miss­er­um.

„Þetta snýr að rekstr­araðilun­um og verklagi þeirra og það er al­veg nauðsyn­legt að fara yfir þetta. Þetta er gert í sam­ráði við Sam­göngu­stofu, sem fer með stjórn­sýslu í köf­un í land­inu, og lög­regl­una í Árnes­sýslu,“ hef­ur RÚV eft­ir Ólafi Erni sem kvað fyr­ir­tæk­in sem stunda köf­un í Silfru hafa á þessu full­an skiln­ing. 

Þá grein­ir Björt Ólafs­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra á Face­book-síðu sinni frá því að hún hafi, ásamt þjóðgarðsverði og öðrum stofn­un­um, „ákveðið að loka svæðinu og láta gera út­tekt og áætl­un um ör­yggi þeirra ferðamanna sem það sækja.“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert