Aldrei fleiri greitt atkvæði

Svala Björgvinsdóttir verður fulltrúi Íslands í Eurovision söngvakeppninni.
Svala Björgvinsdóttir verður fulltrúi Íslands í Eurovision söngvakeppninni. Eggert Jóhannesson

Um 243.000 atkvæði bárust í söngvakeppni Sjónvarpsins í úrslitakeppninni á laugardag og hafa þau aldrei verið fleiri. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri hjá RÚV, þakkar það m.a. góðum lögum og áhugaverðum keppendum.

Hann segir að ætíð sé kappkostað að halda kostnaði af keppninni í lágmarki, en útlit er fyrir að hagnaður verði af henni í ár. Verður hann m.a. nýttur í að standa straum af kostnaði við þátttöku í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Kiev í Úkraínu í maí.

Helstu tekjur keppninnar koma af miðasölu á úrslitakvöldinu og frá símakosningunni. Hvert símtal kostar 129 krónur og heildartekjur af símakosningunni nema því um 31,6 milljónum króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert