Hvað á húsið að heita?

Nú er leitað að nafni á nýbyggingu erlendra tungumála.
Nú er leitað að nafni á nýbyggingu erlendra tungumála. Mynd/Háskóli Íslands

Stofn­un Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur og hug­vís­inda­svið Há­skóla Íslands hafa efnt til sam­keppni um nafn á ný­bygg­ingu er­lendra tungu­mála sem verður vígð við hátíðlega at­höfn á sum­ar­dag­inn fyrsta, 20. apríl næst­kom­andi. Verðlaun­um er heitið fyr­ir bestu til­lög­una.

Bygg­ing­in mun hýsa Vig­dís­ar­stofn­un – alþjóðlega miðstöð tungu­mála og menn­ing­ar, sem mun starfa und­ir merkj­um UNESCO. Þar verður starf­rækt fræðslu- og upp­lif­un­ar­set­ur og í hús­inu er aðstaða fyr­ir fyr­ir­lestra-, ráðstefnu- og sýn­ing­ar­hald, vinnuaðstaða fyr­ir er­lenda gesta­fræðimenn og fyr­ir kennslu og rann­sókn­ir í er­lend­um tungu­mál­um. Þar verður einnig Vig­dís­ar­stofa, til­einkuð Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur, þar sem hægt verður að fræðast um líf henn­ar og störf. Fjöl­marg­ir inn­lend­ir og er­lend­ir aðilar hafa stutt verk­efnið með mynd­ar­leg­um fjár­fram­lög­um.

Hægt er að senda inn til­lög­ur á vef bygg­ing­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert