Misstu af tækifæri í fyrra

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, kynntu afnám gjaldeyrishafta …
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, kynntu afnám gjaldeyrishafta í gær. mbl.is/Golli

Til hamingju með daginn,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, en hann flutti Alþingi munnlega skýrslu í dag um afnám fjármagnshafta. Sagði Benedikt að afnámi hafta væri fagnað um allt land og víða um heim.

Benedikt sagði sérfræðinga ljúka upp einum rómi og fagna þessum fregnum. „Við erum búin að hrista af okkur síðustu hlekki hrunsins,“ sagði Benedikt, en hann sagði að stjórnvöld hefðu misst af tækifæri til að þurrka upp snjóhengju aflandskróna í útboði í fyrra, ef gengið hefði verið lækkað.

„Þátttakan olli vonbrigðum í útboðinu en það hefði verið hægt að þurrka upp snjóhengjuna ef gengið hefði verið á milli 165 og 170 krónur á evru. Við sjáum glöggt að skynsamlegt hefði verið að gera það,“ sagði Benedikt en Seðlabanki Íslands hef­ur nú gert sam­komu­lag við eig­end­ur krónu­eigna sem háðar eru sér­stök­um tak­mörk­un­um, sbr. lög nr. 37/​2016. Í sam­komu­lag­inu felst að Seðlabank­inn kaup­ir af þeim af­l­andskrónu­eign­ir að fjár­hæð um 90 millj­arðar króna á geng­inu 137,5 krón­ur á evru.

„Þáverandi stjórnvöld ákváðu að gera þetta ekki. Eftir á sjá allir að Íslendingar hefðu grætt á því að ljúka dæminu þá en menn misstu af tækifærinu,“ sagði Benedikt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka