Nýjar reglur og reynslu krafist

Erlendir ferðamenn bíða með óþreyju eftir að röðin komi að …
Erlendir ferðamenn bíða með óþreyju eftir að röðin komi að þeim að kafa ofan í Silfru á Þingvöllum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hertar öryggisráðstafanir vegna köfunar í Silfru á Þingvöllum eru meðal annars þær að hver leiðsögumaður sem í gjárnar fer má aðeins hafa með sér þrjá kafara í stað fjögurra áður og í yfirborðsköfun mega nú sex í stað átta fylgja þeim sem leiðsögn annast.

Auk þess verða þeir sem í Silfru fara spurðir um heilsufar sitt, svo sem hættu á yfirliði og um hugsanlega hjarta- og öndunarfærasjúkdóma.

Einnig þurfa þeir að framvísa pappírum um köfunarreynslu sína og að hafa kafað í þurrbúningi að minnsta kosti tíu sinnum. Ef fólk stenst þetta ekki verður því vísað frá, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert