Krónan lögð til grundvallar

Ásgeir Jónsson hagfræðingur.
Ásgeir Jónsson hagfræðingur. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Fyr­ir það fyrsta er þetta sam­ráðsnefnd þar sem vinn­an fer fram í opnu ferli. Þó við séum þrjú skipuð í nefnd­ina munu miklu fleiri aðilar koma að þessu verki. Vinn­an fer vit­skuld fram í sam­vinnu við Seðlabank­ann, einnig rætt um aðkomu er­lendra sér­fræðinga og síðan verður einnig leitað sam­ráðs við helstu hags­munaaðila og aðra sem hafa rök­studd­ar skoðanir á mál­inu.“

Þetta seg­ir dr. Ásgeir Jóns­son hag­fræðing­ur í sam­tali við mbl.is en til­kynnt var um síðustu helgi að þriggja manna verk­efn­is­stjórn hefði verið skipuð til þess að end­ur­skoða pen­inga­stefnu Íslands. Auk Ásgeirs eiga sæti í verk­efn­is­stjórn­inni þau Ill­ugi Gunn­ars­son, hag­fræðing­ur og fyrr­ver­andi þingmaður og ráðherra, og Ásdís Kristjáns­dótt­ir hag­fræðing­ur.

Frétt mbl.is: Ásgeir, Ásdís og Ill­ugi í verk­efn­is­stjórn

„For­senda vinn­un­ar, eins og fram kem­ur í skjali for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins, er að krón­an sé framtíðar­gjald­miðill lands­ins. Útgáfa gjald­miðils er hluti af full­veldi þjóðar­inn­ar og kem­ur því öll­um lands­mönn­um við og það verður að ríkja sæmi­leg sátt um pen­inga­stefn­una. Það er því mjög mik­il­vægt að vinn­an fari fram fyr­ir opn­um tjöld­um og þessi mál séu ekki aðeins rædd á nefnd­ar­fund­um held­ur einnig í þjóðmá­laum­ræðunni sem slíkri. Þetta mun­um við reyna að gera svo sem með ráðstefnu­haldi og mál­fund­um en einnig kalla eft­ir áliti er­lendra sér­fræðinga.“

Ferlið skipt­ir ekki síður máli en niðurstaðan

Gert er ráð fyr­ir að verk­efn­is­stjórn­in skili af sér á þessu ári og seg­ir Ásgeir að fyr­ir vikið megi bú­ast við að framund­an sé um níu mánaða meðganga. „Ferlið skipt­ir ekki síður miklu máli en það sem við mun­um skila af okk­ur,“ seg­ir hann. Sjálf­ur lagði hann stund á pen­inga­mála­hag­fræði og alþjóðafjár­mál í sínu fram­halds­námi og ritaði meðal ann­ars doktors­rit­gerð sína um pen­inga­stefnu í litlu opnu hag­kerfi.

Hann seg­ir að þjóðhag­fræði hafi í sjálfu sér ekki tekið mikl­um breyt­ing­um á síðustu 20-30 árum. Hins veg­ar sé ekki ólík­legt að framund­an séu tals­vert mikl­ar breyt­ing­ar, þá ekki síst í ljósi fjár­málakrepp­unn­ar og þeirra óhefðbundnu aðgerða sem gripið var til í kjöl­farið, svo sem í pen­inga­mál­um. Mjög mikið af nýj­um hug­mynd­um séu því komn­ar á kreik ytra sem sé al­veg vert að kynna sér.

Ásgeir seg­ir að mik­il hug­mynda­vinna hafi verið unn­in á sín­um tíma þegar krón­an var sett á flot sam­hliða því að verðbólgu­mark­mið var tekið upp árið 2001. „Það skilaði þeim ár­angri að nokkuð góð þjóðfé­lags­leg sátt var um málið á sín­um tíma. Á þeim 15 árum sem liðið hafa hef­ur marg­vís­legt gerst og við erum öll mik­illi reynslu rík­ari. Það er al­veg eðli­legt er að farið sé aft­ur yfir mál­in á þess­um tíma­punkti þegar höft­in hafa verið af­num­in,“ seg­ir Ásgeir.

Ákveðinn vandi fólg­inn í að festa gengið

Spurður hvort svo­kallað myntráð verði tekið til skoðunar ásamt öðru seg­ir hann það verða gert en Viðreisn lagði mikla áherslu á þá leið fyr­ir kosn­ing­arn­ar en í þeirri leið felst í raun fast­geng­is­stefna.

„Það felst þó ákveðinn vandi í því að festa gengið. Við get­um ekki lýst yfir ein­hliða geng­is­fest­ingu við ann­an gjald­miðil. Sú geng­is­fest­ing yrði fyrr eða síðar sprengd af spá­kaup­mönn­um eða í múgæs­ingu á markaði. Þannig að það er meira en að segja það að ætla að festa gengið án hafta – til þess þarf járn­benta fest­ingu líkt og myntráð þar sem pen­inga­magn í um­ferð er tengt við gjald­eyr­is­forðann,“ seg­ir hann. „Sú stefna er hins veg­ar viður­hluta­mik­il og krefst aga af stjórn­völd­um.“ Á móti komi einnig að í ljósi þess hve mik­il fylgni sé á milli verðbólgu og geng­is á Íslandi feli verðbólgu­mark­mið ávallt í sér ákveðið geng­is­mark­mið, að minnsta kosti að hluta.

Ásgeir bend­ir á í því sam­bandi að Íslenska krón­an hafi orðið að sjálf­stæðri mynt við full­veldi árið 1918 eða fyr­ir hart­nær 100 árum. All­an þann tíma hafi krón­an aðeins flotið frjáls í 7 ár eða frá 2001-2008 en ann­ars hafi stjórn­völd alltaf reynt stýra gengi henn­ar með ein­um eða öðrum hætti til þess að tryggja stöðug­leika. Það hafi Seðlabanki Íslands raun­ar gert allt frá ár­inu 2009 með því að beita gjald­eyr­is­inn­grip­um og ýms­um öðrum leiðum. Það sé því eðli­legt að hug­mynd­um sé velt upp um hvort hægt sé að fara ein­hverja milli­leið. Hins veg­ar verði all­ar leiðir skoðaðar í þess­um efn­um og kallað eft­ir sem flest­um sjón­ar­miðum.

„Við vilj­um gjarn­an heyra sjón­ar­mið allra í þess­um mál­um,“ seg­ir hann að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert