Aðdragandi prófsins ýtti undir kvíða

Aldrei hafa jafnmargir verið með stuðningsúrræði í samræmdu prófunum og …
Aldrei hafa jafnmargir verið með stuðningsúrræði í samræmdu prófunum og í ár. mbl.is/Eggert
mbl.is/Þórður

Þriðjungur nemenda með stuðningsúrræði

Í 9. bekk voru 4.141 nemandi skráðir í fyrri hluta prófsins og tóku samtals 3.747 nemendur próf, um 90%. Þar af nýttu sér 1.156 nemendur stuðningsúrræði með lengdum próftíma og upplestri sem er um 31% af þeim sem tóku prófið. Þetta kemur fram í samantekt Menntamálastofnunar á samræmdum könnunarprófum sem var lögð fram á fundi með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í gær. 

Svipaður fjöldi nemenda í 10. bekk nýtti sér stuðningsúrræði með lengdum próftíma og upplestri eða um 29% af þeim sem tóku prófið. Í 10. bekk voru 4.204 nemendur skráðir í fyrri hluta prófsins og tóku samtals 3.825 nemendur próf eða um 91%. Í seinni hluta þreyttu 3.800 nemendur próf og þar af 30% með stuðningi. 

Þau stuðningsúrræði sem nemendur geta nýtt sér eru meðal annars stækkað letur, túlkun fyrirmæla fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku, viðbótarpróftími og lestrarstuðningur. Þeim nemendum sem eiga við lestrarörðugleika að stríða er gefinn kostur á upplestri. Sumir nemendur fengu að vera í minna rými og aðrir fengu lesaðstoð. Stefnt er að því að prófin verði einstaklingsmiðuð í framtíðinni. 

Rósa bendir á að þrátt fyrir að þetta hlutfall sé nokkuð hátt þurfi um 24% nemenda aðstoð í námi og því sé þetta hlutfall á pari við það.  

Kvíðinn að aukast í breyttu samfélagi

„Það er margt í okkar samfélagsgerð sem er breytt og veldur auknum kvíða,“ segir Rósa. Hún segir að þrátt fyrir að meira sé talað um kvíða í dag en fyrir 30 árum þegar hún byrjaði að kenna hefur hann samt aukist. Hún segir skólakerfið reyna að koma til móts við þessa nemendur. 

„Það eru miklu fleiri nemendur sem eru hættir að mæta í skólann. Þetta er eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af,“ segir Rósa.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert