Ný göng á teikniborðinu

Umferðin um Hvalfjarðargöng hefur aukist umtalsvert og nú styttist í …
Umferðin um Hvalfjarðargöng hefur aukist umtalsvert og nú styttist í að taka þurfi ákvörðun um að grafa ný göng.

Und­ir­bún­ing­ur að gerð nýrra Hval­fjarðarganga er haf­inn hjá Vega­gerðinni. Göng­in verða sam­hliða nú­ver­andi göng­um og verða þau sam­tengd.

Að sögn G. Pét­urs Matth­ías­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Vega­gerðar­inn­ar, er búið að semja við verk­fræðistof­una Mann­vit um út­tekt og und­ir­bún­ing vegna gang­anna og verður út­tekt­in unn­in á þessu ári, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Fram kom hjá Gísla Gísla­syni, stjórn­ar­for­manni Spal­ar ehf., á aðal­fundi fé­lags­ins í gær að bygg­ing­ar­kostnaður nýrra ganga ásamt teng­ingu við eldri göng væri áætlaður rúm­lega 13,5 millj­arðar króna m. vsk. á nú­ver­andi verðlagi. Verktími er áætlaður 3-4 ár frá ákvörðun­ar­töku til þess tíma að bæði göng­in verða kom­in í notk­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert