Funda um söluna í Arion banka

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ljósmynd/Óli Björn Kárason

Fundað verður í efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is á miðviku­dag­inn um sölu á 30% hlut Kaupþings í Ari­on banka. Þetta staðfest­ir Óli Björn Kára­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður nefnd­ar­inn­ar.

Lilja Al­freðsdótt­ir óskaði eft­ir því að full­trú­ar Fjár­mála­eft­ir­lits­ins kæmu á fund nefnd­ar­inn­ar til þess að ræða söl­una en Óli Björn seg­ir að þegar sú ósk hafi komið fram hafi þegar legið fyr­ir ákvörðun um að funda um málið með Hösk­uldi Ólafs­syni, banka­stjóra Ari­on banka.

„Fund­ur­inn fer fram á miðviku­dag­inn og banka­stjóri Ari­on banka mun mæta og greina frá sín­um sjón­ar­miðum í þess­um efn­um og því sem framund­an er. Síðan mæta einnig sér­fræðing­ar Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Þannig að við fjöll­um um þetta eins og vera ber.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert