Funda um söluna í Arion banka

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ljósmynd/Óli Björn Kárason

Fundað verður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á miðvikudaginn um sölu á 30% hlut Kaupþings í Arion banka. Þetta staðfestir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar.

Lilja Alfreðsdóttir óskaði eftir því að fulltrúar Fjármálaeftirlitsins kæmu á fund nefndarinnar til þess að ræða söluna en Óli Björn segir að þegar sú ósk hafi komið fram hafi þegar legið fyrir ákvörðun um að funda um málið með Höskuldi Ólafssyni, bankastjóra Arion banka.

„Fundurinn fer fram á miðvikudaginn og bankastjóri Arion banka mun mæta og greina frá sínum sjónarmiðum í þessum efnum og því sem framundan er. Síðan mæta einnig sérfræðingar Fjármálaeftirlitsins. Þannig að við fjöllum um þetta eins og vera ber.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert