Eldur kom upp í dráttarvél á bænum Vestra-Fíflholti í hádeginu í dag.
Tilkynning barst Brunavörnum Rangárvallasýslu skömmu fyrir klukkan eitt og voru slökkviliðsmenn sendir á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn Leifs Bjarka Björnssonar slökkviliðsstjóra.
Ekki liggur fyrir hvað olli eldsupptökum.