Norðmenn hamingjusamastir í heimi

Ósló.
Ósló. mbl.is/Golli

Íslendingar eru í þriðja sæti á lista Sameinuðu þjóðanna yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Danmörk, sem vermdi topp World Happiness Report í fyrra, er nú í öðru sæti en það eru frændir vorir í Noregi sem eru hamingjusamastir í heimi.

Í þriðja sæti á listanum er Sviss og Finnland í fjórða sæti, en Bandaríkjamenn eru í því fjórtánda og Bretar í nítjánda sæti.

Óhamingjusamastir eru íbúar í Mið-Afríkulýðveldinu, Búrúndí, Tansaníu, Sýrlandi og Rúanda.

Listinn er smíðaður eftir svörum yfir þúsund í búa í meira en 150 ríkjum við einni spurningu:

„Ímyndaðu þér stiga, þar sem þrepin eru númerið frá 0 neðst og upp í 10 efst. Efsta þrep stigans endurspeglar besta mögulega líf þitt og neðsta þrepið versta mögulega líf þitt. Á hvaða þrepi finnst þér þú standa á þessum tímapunkti?“

Í skýrslu sem fylgir niðurstöðunum er rýnt í tölfræði til að reyna að finna skýringar á því hvers vegna þjóðir upplifa mikla eða litla hamingju. þar er m.a. stuðst við landsframleiðslu, velferðarþjónustu, lífslíkur, valfrelsi, gjafmildi og spillingu.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru gefnar út á alþjóðlegum degi hamingjunnar, 20. mars.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert