Stofnun múslima reisir súlu

Ýmishúsið hefur bænasal.
Ýmishúsið hefur bænasal. mbl.is/Árni Sæberg

Stofnun múslima á Íslandi hefur fengið leyfi til að reisa viðbyggingu í vesturátt við húsnæði sitt í Skógarhlíð 20 sem mun meðal annars hýsa gistiþjónustu. Þá verður einnig reist súla með ljósabúnaði í nánd við húsnæðið.

„Þeir eru að fá heimildir til að reka gistiþjónustu á neðstu hæðinni og einhverja útlitsbreytingu,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, en tillaga um breytingu á deiliskipulagi var samþykkt í ráðinu á síðasta fundi.

„Síðan breytist byggingarreiturinn þannig að viðbygging verður byggð til vesturs, ein hæð og kjallari.“ Björn segir að borgarráð taki ekki afstöðu til þess hvort gistirýmið sé á félagslegum eða viðskiptalegum forsendum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert