Borgin vill viðræður um gatnamót

Gatnamót Kringlumýrarbrautar og Bústaðavegar.
Gatnamót Kringlumýrarbrautar og Bústaðavegar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Borgarstjórn hefur samþykkt að ræða við Vegagerðina um útfærslu gatnamóta á mörkum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillöguna, sem var samþykkt á borgarstjórnarfundi í dag. 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að tillagan yrði samþykkt með þeirri breytingu að orðinu „útfærslu“ yrði bætt við tillöguna í stað orðanna „gerð mislægra“. Fallist var á tillöguna.

Markmiðið með gatnamótunum er að auka umferðaröryggi, draga úr mengun og greiða fyrir umferð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert