Höfnuðu rannsókn á hinsegin geni

Gleðigangan er ár hvert einn af stærstu viðburðunum í Reykjavík. …
Gleðigangan er ár hvert einn af stærstu viðburðunum í Reykjavík. Samtökin '78 samþykktu einróma á aðalfundi að hafna beiðni ÍE um samstarf vegna rannsóknar á samkynhneigð. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Íslensk erfðagrein­ing hætti við erfðafræðirann­sókn á sam­kyn­hneigð eft­ir að Sam­tök­in '78 samþykktu ein­róma á aðal­fundi sín­um að hafna beiðni ÍE um sam­starf vegna slíkr­ar rann­sókn­ar. Frá þessu er greint í Frétta­blaðinu í morg­un og haft er eft­ir Maríu Helgu Guðmunds­dótt­ur, formanna Sam­tak­anna '78, að niðurstaða fund­ar­ins hafi verið að slík rann­sókn stríði gegn mark­miðum sam­tak­anna.

Mark­mið sam­tak­anna sé að standa vörð um hags­muni og berj­ast fyr­ir rétt­ind­um hinseg­in fólks. Yf­ir­gnæf­andi lík­ur séu hins veg­ar á að niður­stöður rann­sókn­ar á borð við þessa yrðu notaðar gegn hinseg­in fólki, þó að það eigi ekki við um Ísland.

Þá er haft eft­ir Kára Stef­áns­syni, for­stjóra ÍE, að afstaða sam­tak­anna þýði að ekk­ert verði af rann­sókn­inni. „Þar sem þetta eru sam­tök sem hlúa að fólki sem hef­ur átt und­ir högg að sækja í ís­lensku sam­fé­lagi finnst mér al­veg sjálfsagt að virða það. Við ráðumst í ekk­ert af þess­ari gerð gegn vilja sam­tak­anna.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert