Minntist á Þóri, Ófærð og Skam

Guðni ásamt Haraldi Noregskonungi.
Guðni ásamt Haraldi Noregskonungi. AFP

Haraldur Noregskonungur ræddi meðal annars um Þóri Hergeirsson, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, og norsku sjónvarpsþættina Skam í ræðu sem hann hélt í norsku konungshöllinni í kvöld.

Þar var haldinn kvöldverður til heiðurs íslensku forsetahjónunum.

Íslensku forsetahjónin ásamt Haraldi og Sonju.
Íslensku forsetahjónin ásamt Haraldi og Sonju. AFP

Haraldur talaði um að norræn samvinna standi traustum fótum og að norræn samkennd bindi þjóðirnar saman, að því er kemur fram í frétt NRK.

AFP

Einnig minntist hann á spennuþættina Ófærð og sagði að bæði þeir þættir og Skam hefðu eflt tengsl Norðurlandaþjóða.

AFP

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minntist einnig á sjónvarpsþættina Skam í sinni ræðu og sagði að íslensk ungmenni sletti á norsku vegna þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert