Opin fyrir því að laga frumvarpið

Áslaug Arna segir stefnt að því að fá gesti fram …
Áslaug Arna segir stefnt að því að fá gesti fram fyrir nefndina til að ræða áfengisfrumvarpið á næstu dögum. mbl.is/Eggert

„Það er mjög gott að fá umsagnir, sérstaklega þær málefnalegu með hugmyndum um bætingu á frumvarpinu,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálnefndar og einn flutningsmanna áfengisfrumvarpsins í samtali við mbl.is. 73 umsagnir um áfengisfrumvarpið hafa borist nefndarsviði Alþingis og aðeins sex eru jákvæðar í garð frumvarpsins. „Við erum mjög opin fyrir því að laga frumvarpið,“ segir Áslaug Arna. 

Hún segir það ekki hafa komið sér á óvart hversu miklu fleiri andstæðingar frumvarpsins hafa sent inn umsagnir en stuðningsmenn þess. „Ég held að óánægðir sendi frekar inn umsagnir en þeir sem eru ánægðir. Það er yfirleitt þannig þannig að þetta kom mér ekkert á óvart.“

Frum­varpið var lagt fram á Alþingi í síðasta mánuði og gekk til alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar 28. fe­brú­ar eft­ir fyrstu umræðu. Í greina­gerð vegna frum­varps­ins kem­ur fram að allt áfengi, ekki ein­göngu bjór og létt­vín, verði selt í búðum og af­greiðslu­tími þess verði frá kl. 9 að morgni til miðnætt­is. Áfengið verði selt í sérrými í versl­un­um. Þá verða áfengisauglýsingar leyfðar verði frumvarpið að lögum.

Þarf stuðning fimm nefndarmanna

Eins og fram hefur komið á mbl.is eru fjór­ir af níu nefnd­ar­mönn­um í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd flutn­ings­menn áfeng­is­frum­varps­ins. Fimm nefnd­ar­menn þurfa að styðja af­greiðslu þess til að það fari til annarr­ar umræðu á þingi en laga­frum­vörp þarf að ræða sam­tals við þrjár umræður í þing­inu.

Fyrir utan Áslaugu Örnu eiga þrír aðrir flutn­ings­menn frum­varps­ins sæti í nefnd­inni en það eru Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartr­ar framtíðar, Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisn­ar.  

Auk þeirra eru Pírat­arn­ir Ein­ar Aðal­steinn Brynj­ólfs­son, Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, Andrés Ingi Jóns­son VG, Eygló Harðardótt­ir Fram­sókn og Val­gerður Gunn­ars­dótt­ir Sjálf­stæðis­flokkn­um í nefnd­inni. 

Aðspurð hvar málið sé statt segir Áslaug Arna stefnt að því að taka gesti fram fyrir nefndina til að ræða frumvarpið á næstu dögum. „Svo sjáum við bara hvert það leiðir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert