Salan losar milljarðatugi

Arion banki hefur á grundvelli endurfjármögnunar endurgreitt Kaupþingi um 650 …
Arion banki hefur á grundvelli endurfjármögnunar endurgreitt Kaupþingi um 650 milljónir dollara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyr­ir að rík­is­sjóður fái greitt til sín allt sölu­and­virði ríf­lega 29% hlut­ar Kaupþings í Ari­on banka, tæpa 49 millj­arða króna, fær­ir sal­an Kaupþing nær þeim tíma­punkti að geta greitt 750 millj­ón­ir doll­ara, jafn­v­irði ríf­lega 81 millj­arðs króna, út til eig­enda sinna.

Þess­ir fjár­mun­ir eru fast­ir inni í fé­lag­inu á grund­velli stöðug­leika­skil­yrða stjórn­valda, allt þar til Kaupþing hef­ur að fullu greitt upp skulda­bréf sem það gaf út í tengsl­um við nauðasamn­ing og fram­seldi til ís­lenska rík­is­ins, að fjár­hæð 84 millj­arðar króna.

Fyrr­nefnt stöðug­leika­skil­yrði miðaði að því að eig­end­ur Kaupþings losuðu um eign­ar­hlut sinn í Ari­on banka inn­an þriggja ára, enda var skulda­bréfið sem Kaupþing gaf út bundið þeim kvöðum að aðeins er hægt að greiða inn á það með sölu­and­virði Ari­on banka. Þrátt fyr­ir að stjórn­völd hafi gert sér grein fyr­ir hætt­unni á því að eig­end­ur Kaupþings gætu selt sjálf­um sér hlut­inn í bank­an­um, voru lík­ur á því tald­ar hverf­andi, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um sölu bank­ans í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert