Salan losar milljarðatugi

Arion banki hefur á grundvelli endurfjármögnunar endurgreitt Kaupþingi um 650 …
Arion banki hefur á grundvelli endurfjármögnunar endurgreitt Kaupþingi um 650 milljónir dollara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyrir að ríkissjóður fái greitt til sín allt söluandvirði ríflega 29% hlutar Kaupþings í Arion banka, tæpa 49 milljarða króna, færir salan Kaupþing nær þeim tímapunkti að geta greitt 750 milljónir dollara, jafnvirði ríflega 81 milljarðs króna, út til eigenda sinna.

Þessir fjármunir eru fastir inni í félaginu á grundvelli stöðugleikaskilyrða stjórnvalda, allt þar til Kaupþing hefur að fullu greitt upp skuldabréf sem það gaf út í tengslum við nauðasamning og framseldi til íslenska ríkisins, að fjárhæð 84 milljarðar króna.

Fyrrnefnt stöðugleikaskilyrði miðaði að því að eigendur Kaupþings losuðu um eignarhlut sinn í Arion banka innan þriggja ára, enda var skuldabréfið sem Kaupþing gaf út bundið þeim kvöðum að aðeins er hægt að greiða inn á það með söluandvirði Arion banka. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi gert sér grein fyrir hættunni á því að eigendur Kaupþings gætu selt sjálfum sér hlutinn í bankanum, voru líkur á því taldar hverfandi, að því er fram kemur í umfjöllun um sölu bankans í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka