Aðgangsgjöld hafa ekki latt ferðamenn

Ekkert aftrar ferðamönnum í að sækja Þingvelli heim.
Ekkert aftrar ferðamönnum í að sækja Þingvelli heim. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir aðgangsgjöld á Þingvöllum ekki hafa haft nein áhrif á fjölda ferðamanna.

Þetta var meðal þess sem fram kom á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga um gjaldtöku í ferðaþjónustu í gær. Frá 2011 hefur þurft að greiða fyrir aðgang að salernum og í fyrra var byrjað að taka gjald á bílastæðum.

Ef Þingvellir hefðu beðið eftir miðstýrðu svari frá stjórnvöldum væru Þingvellir í rúst í dag að sögn Ólafs. Telur hann að forsvarsmenn einstakra svæða eigi að vinna að lausn með stjórnvöldum í stað þess að tekjur renni til ríkisvaldsins sem dreifi þeim síðan aftur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert