Ekki gert ráð fyrir tveimur mömmum

Grunnskólanemar á góðri stundu. Almar ætlar að benda á þær …
Grunnskólanemar á góðri stundu. Almar ætlar að benda á þær athugasemdir sem hafa borist vegna PISA-prófsins á næsta verkefnastjórafundi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ung­ling­ar sem eiga tvær mömm­ur eða tvo pabba áttu erfitt með að svara spurn­ing­um í for­prófi PISA-prófs­ins á dög­un­um þar sem spurt var út í fjöl­skyldu­hagi, þar á meðal mennt­un og störf mömmu og pabba.

Alm­ar M. Hall­dórs­son, verk­efna­stjóri PISA-prófs­ins, hef­ur ekki áður orðið var við kvart­an­ir vegna þess­ara spurn­inga en ætl­ar að taka málið upp á verk­efna­stjóra­fundi sem verður hald­inn er­lend­is í nóv­em­ber.

„Ég mun benda á að það eru nokkuð marg­ir nem­end­ur að lenda í þessu hér. Það er spurn­ing hvort það sé ekki hægt að orða þetta öðru­vísi og tala kannski um for­eldri eitt og tvö. Það eru ef­laust marg­ar leiðir til,“ seg­ir Alm­ar.

Ragn­hild­ur Sverr­is­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Novators, vakti at­hygli á þessu í Face­book-færslu sinni:

Fylgt próf­inu frá upp­hafi

Spurn­ing­arn­ar um fjöl­skyldu­hagi sem eru lagðar fyr­ir nem­end­ur hér á landi hafa fylgt PISA-próf­inu frá upp­hafi , að sögn Alm­ars, og eru þær til grund­vall­ar á mati á þjóðfé­lags­legri stöðu, enda er í mörg­um lönd­um ójöfnuður í mennt­un­ar­tæki­fær­um barna eft­ir stöðu. „Það er verið að kanna hversu mik­ill sá ójöfnuður er til að reyna að sporna gegn því. En við þýðum þá spurn­ingalista sem er verið að keyra í þess­um lönd­um. Við höf­um ekk­ert val um það hvernig við spyrj­um.“

Hann ætl­ar að koma at­huga­semd­um vegna spurn­ing­anna um fjöl­skyldu­hagi áleiðis til þeirra sem stýra verk­efn­inu er­lend­is. „Þeir verða að taka af­stöðu til þess hvernig er hægt að leysa þetta. Við von­um að þeir geri það.“

Almar M. Halldórsson, verkefnastjóri hjá Menntamálastofnun.
Alm­ar M. Hall­dórs­son, verk­efna­stjóri hjá Mennta­mála­stofn­un. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Rúna af van­kanta

Þangað til OECD, sem stýr­ir rann­sókn­inni, ákveður að breyta spurn­ing­un­um verða þær eins hér á landi. „Við höf­um ekk­ert vald yfir því hvað er í þessu prófi eða spurn­ingalist­um en við get­um komið áleiðis þess­um at­huga­semd­um.“

Aðal­prófið í PISA-rann­sókn­inni verður haldið á sama tíma á næsta ári. For­próf­inu sem núna var haldið er ætlað að rúna af alla van­kanta. Því er hugs­an­legt að breyt­ing verði gerð á spurn­ing­un­um um fjöl­skyldu­hagi fyr­ir næsta aðal­próf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert