Stefnir ekki að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu

Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar.
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra fullyrti í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun að hann væri ekki búinn að skrifa undir leyfi til Klíníkurinnar um sjúkrahúsrekstur.

Píratinn Einar Brynjólfsson, Guðjón S. Brjánsson úr Samfylkingunni, Kolbeinn Óttarsson Proppé úr VG og Björn Valur Gíslason úr VG spurðu heilbrigðisráðherra um þessi málefni í óundirbúnum fyrirspurnum.

„Stefna Bjartrar framtíðar er jákvæð gagnvart fjölbreyttu rekstrarformi en er það ekki gagnvart gróðavæðingu eða stórkostlegri einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu,“ sagði Óttarr.

Óttarr bætti við að hann muni ekki standa fyrir einkavæðingu eða stórkostlegri breytingu á fyrirkomulagi heilbrigðiskerfisins án þess að á undan sé gengin stórkostleg heildstæð stefnumörkun um slíkt. „Það er ekki í farvatninu svo ég viti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert