1200 milljónir til viðbótar til vegamála

Í Berufirði.
Í Berufirði. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Rík­is­stjórn­in hef­ur samþykkt að veita 1200 millj­ón­um til viðbót­ar til vega­mála. Meðal verk­efna sem ráðist verður í á grund­velli þess­ara fjár­muna verða verk­efni í Beru­fjarðar­botni, Detti­foss­veg­ur, Kjós­ar­sk­arðsveg­ur, Uxa­hryggja­veg­ur, Skóg­ar­stranda­leið, og verk­efni við Teigs­skóg og Horna­fjarðarfljót. 

Jón Gunn­ars­son sam­gönguráðherra til­kynnti þetta eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í dag en þá höfðu blaðamenn verið boðaðir í ráðherra­bú­staðinn. Þess­ar 1200 millj­ón­ir eru til viðbót­ar við þær 4,6 millj­arða króna sem bætt var við vega­mál­in á þessu ári.

„Það er verið að for­gangsraða þó nokkr­um hluta í vega­mál­in en stóra for­gangs­röðunin var til heil­brigðis- og vel­ferðar­mála við fjár­laga­gerð á þessu áru. Þó vænt­ing­ar hafi verið mikl­ar til sam­göngu­áætlun­ar og við náum ekki að upp­fylla það þá erum við að stíga stærri skref í sam­göngu­mál­um en hef­ur verið gert í und­an­förn­um árum,“ sagði Jón. 

Aðspurður um hvort eitt­hvað af þessu fjár­mun­um fari í Reykja­nes­braut­ina, benti hann á að þegar hafa verið lagðar um 1200 millj­ón­ir króna í brýn verk­efni á Reykja­nes­braut en fram­kvæmd­ir við það væru hafn­ar. Í þess­ari viðbótar­fjár­hæð er ekki gert ráð fyr­ir frek­ari úr­bót­um þar. Hins veg­ar er í skoðun sér­stök fjár­mögn­un til annarra vega­mála, að sögn Jóns. „Ef hún verður að veru­leika þá er ljóst að við mun­um geta farið hratt í veru­leg­ar um­bæt­ur á þeirri leið [Reykja­nes­braut],“ sagði Jón.

Jón benti á að við vinnu að fjár­laga­gerð hafi mynd­ast mis­skiln­ing­ur milli fjár­laga­nefnd­ar og Vega­gerðar um hvaða verk­efni væru inni. Með þessu viðbótar­fjármagni væri verið að vinda ofan af því.  

„Ég get notað miklu meiri pen­ing en ég er raun­sær í öll­um mín­um kröf­ur. Við verðum að skoða heild­ar­mynd­ina,“ sagði Jón þegar fréttamaður Rúv spurði hvort hann hafi ekki óskað eft­ir hærri fjár­hæð.

Í þessu sam­hengi benti hann á að brýn þörf væri að bæta sam­göngu­mál sér­stak­lega þar sem er­lend­um ferðamönn­um hefði fjölgað. Ef farið yrði í al­vöru átak í vega­mál­um þyrfti að líta út fyr­ir kass­ann, að sögn Jóns. Hann sagði að slíkt yrði ekki hægt að fjár­magna al­farið með rík­is­sjóði held­ur þyrfti það að vera í gegn­um aðra gjald­töku til dæm­is skatt­lagn­ing. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert