Klíníkin ekki komin með leyfi til reksturs

Ein af skurðstofunum hjá Klíníkinni.
Ein af skurðstofunum hjá Klíníkinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki er búið að skrifa undir leyfi til Klíníkurinnar um sjúkrahúsrekstur og er það ekki á dagskrá heilbrigðisráðherra að greiða fyrir þeirri starfsemi Klíníkurinnar að því er fram kom í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær.

Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á eftir öðrum og spurðu Óttar út í einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu á þingfundi í gær, þá sérstaklega hvort hann ætlaði að skrifa undir starfsleyfi þannig að Klíníkin gæti hafið rekstur einkasjúkrahúss.

Óttarr sagði það ekki vera heilbrigðisráðherra að veita stöðinni starfsleyfi, það væri landlæknis, en sagði það ekki standa til að hann fæli Sjúkratryggingum Íslands að gera sérstakan samning við Klíníkina um verk eða þjónustu umfram þá þjónustu sem felst í samningum við Læknafélag Reykjavíkur. Klíníkin hefur verið starfandi í nokkur ár á grundvelli samninga við Læknafélag Reykjavíkur.

Umræðan um rekstur einkarekins sjúkrahúss hófst eftir að Klíníkin Ármúla fékk leyfi frá landlækni til að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu með fimm daga legudeild í janúar á þessu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert