Parísarhjól við Hallgrímskirkju og bjórgarð á Klambratún

Hvernig myndi Parísarhjól við hlið Hallgrímskirkju koma út?
Hvernig myndi Parísarhjól við hlið Hallgrímskirkju koma út? mbl.is/Ómar Óskarsson

Alls hafa borist 928 hug­mynd­ir í hug­mynda­söfn­un­ina „Hverfið mitt“ sem Reykja­vík­ur­borg stend­ur fyr­ir en söfn­un­inni lýk­ur í dag.

Stór hluti hug­mynd­anna snýr að frek­ar al­menn­um hlut­um eins og leik­völl­um, hraðahindr­un­um, gang­braut­um og göngu­brúm en einnig má finna inn á milli nokkuð áhuga­verðar hug­mynd­ir sem myndu breyta miklu yrðu þær að veru­leika.

Til að mynda sting­ur einn borg­ar­búi upp á því að bjórgarður yrði opnaður á Klambra­túni í hlut­an­um sem snýr í suður við Kjar­valsstaði og að bjór­fram­leiðend­ur eins og Vík­ing, Eg­ils eða Kaldi yrðu fengn­ir í sam­starf.

„Stíla má inn á að hafa opið frá maí til loka ág­úst og ein­göngu um helg­ar. Fá hljóm­sveit ("kap­elle") til að leika viðeig­andi músik,“ skrif­ar sá sem ber ábyrgð á hug­mynd­inni.

Hjóla­bát­ar og Jón Páll í Hljóm­skálag­arðinn

Ann­ar borg­ar­búi sting­ur upp á því að koma hjóla­bát­um á Tjörn­ina við Hljóm­skálag­arðinn og seg­ir að bát­arn­ir yrðu „frá­bær viðbót við afþrey­ing­ar­mögu­leika fjöl­skyldna á sumr­in.“

Bent er á að mögu­lega þyrfti að hreinsa upp tjörn­ina, steypa kant og gera litla flot­bryggju. „Þá væri hægt að vera með önn­ur vatna­tengd leik­föng á svæðinu. Það eru til alls kon­ar út­færsl­ur á hjóla­bát­um, þetta væri til­tölu­lega ódýr viðbót við ann­ars frá­bær­an Hljóm­skálag­arð,“ skrif­ar hug­mynda­smiður­inn.

Hljóm­skálag­arður­inn er vett­vang­ur nokk­urra hug­mynda og sting­ur einn m.a. upp á því að reist verði stytta af Jóni Páli Sig­mars­syni, annað hvort í fullri stærð eða yf­ir­stærð, í Hljóm­skálag­arðinum. Jafn­framt er stungið upp á því að í kring­um stytt­una mættu vera „skemmti­leg úti­tæki til að efla krafta“.

Einn borgarbúi stingur upp á því að stytta verði reist …
Einn borg­ar­búi sting­ur upp á því að stytta verði reist af Jóni Páli, til dæm­is í Hljóm­skálag­arðinum. mbl.is

Árbæj­arsafni í Vatns­mýr­ina

Önnur hug­mynd sem er ör­lítið flókn­ari er að flytja gömlu hús­in í Árbæj­arsafni í Vatns­mýr­ina og gefa þeim „eitt­hvert hlut­verk. Það mætti setja þau niður vest­ast á suður-vest­ur flug­braut­inni og tengja byggðina í Skerjaf­irði og Litla-Skerjaf­irði sam­an á ný en hún var skor­inn í tvennt þegar þetta hernaðarmann­virki var gert 1941-42,“ seg­ir í text­an­um við hug­mynd­ina.

Þá sting­ur einn borg­ar­búi upp á því að Par­ís­ar­hjóli verði komið fyr­ir við Hall­gríms­kirkju og kallað Reykja­vík Eye rétt eins og London Eye í Lund­ún­um. Bent er á að þá verði til betri staður fyr­ir ferðamenn og Íslend­inga til að taka mynd­ir held­ur en í turni Hall­gríms­kirkju.

Árbæjarsafni stendur eins og nafnið bendir til í Árbænum.
Árbæj­arsafni stend­ur eins og nafnið bend­ir til í Árbæn­um. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Haga­torg, hring­torgið sem teng­ir sam­an Espi­mel, Birki­mel, Dun­haga, Forn­haga og Nes­haga er tölu­vert til umræðu á vefn­um. Einn sting­ur upp á því að svæði verði nýtt und­ir íbúðir á meðan ann­ar seg­ir að hægt væri að breyta torg­inu í al­menn­ings­garð með tengsl við skól­ana í kring.

„Nú er Haga­torg stórt grænt svæði sem er um­lukið götu og nýt­ist eng­an veg­inn. Með því að loka Nes­haga og Forn­haga næst torg­inu og leiða um­ferð af Birki­mel ann­ars veg­ar niður Dun­haga og hins veg­ar niður Haga­mel mætti búa til stórt grænt svæði, sem yrði hluti af skóla­lóðum þriggja skóla,“ skrif­ar hug­mynda­smiður­inn.

Ann­ar borg­ar­búi sting­ur upp á því að Haga­torgið verði fyllt af blómstrandi haust­lauk­um af öll­um gerðum, að minnsta kosti 75% af heild­ar­stærð torgs­ins. „Mars-apríl ár hvert spring­ur Haga­torgið út í öll­um regn­bog­ans lit­um. Það þarf að skipta út jarðvegi þar sem lauk­ar eiga að koma til að tryggja það að Vor­blóma­bom­b­an gleðji íbúa hverf­is­ins ár eft­ir ár eft­ir ár. Krókus­ar, túlí­pan­ar, páskalilj­ur, snæ­stjarna, vor­boðar, vetr­argosi, perlu­lilj­ur. Hægt væri að t.d. leita til nem­enda Mela­skóla um út­færslu á mynstri,“ seg­ir í text­an­um við hug­mynd­ina.

Hagatorg er eitt stærsta hringtorg landsins. Borgarbúar hafa nokkrar hugmyndir …
Haga­torg er eitt stærsta hring­torg lands­ins. Borg­ar­bú­ar hafa nokkr­ar hug­mynd­ir um hvernig hægt væri að nýta það bet­ur. mbl.is/​Júlí­us SIg­ur­jónss
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert