Á þessu ári hafa 196 umsækjendur um alþjóðlega vernd (áður kallaðir hælisleitendur) verið fluttir frá Íslandi.
Flutningarnir geta verið á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar eða frá Íslandi til heimalands, sem þá er ríki utan Schengen.
Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, hefur tekið þátt í sjö ferðum með fylgd til heimalands á þessu ári, að því er fram kemur í umfjöllun um burtflutning hælisleitenda í Morgunblaðinu í dag.