Búist er við stormi víða á landinu í dag. Spáð er suðvestan 15 til 23 metrum á sekúndu, skúrum eða éljum en léttir til á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 2 til 12 stig, hlýjast norðaustantil.
Búast má við mjög hvössum vindhviðum við fjöll á Norður- og Austurlandi í dag.
Á morgun gerir Veðurstofa Íslands ráð fyrir 8 – 15 metrum á sekúndu og rigningu en þurru norðaustantil.