Skíðaiðkendur verða að finna sér eitthvað annað að gera í dag en að þeysast niður brekkur því flestöll skíðasvæði á landinu eru lokuð vegna veðurs. Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli eru lokuð í dag líkt og í gær vegna veðurs. Sömu sögu er að segja um Hlíðarfjall á Akureyri og Tindastól í Skagafirði.
Allt of hvass vindur er í fjöllum um þessar mundir. Búist er við stormi víðast hvar á landinu fram yfir helgi samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Ekki er því líklegt að svæðin verði opnuð á morgun.